Episodes

Friday Nov 06, 2020
Friday Nov 06, 2020
Í þættinum ræðir Alma Dóra við eina af sínum helstu fyrirmyndum úr nýsköpunarheiminum, Stefaníu Bjarneyju Ólafsdóttur. Stefanía er meðstofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Avo sem hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið og er, meðal annars, fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera valið til þáttöku í Y Combinator. Stefanía sagði frá sinni vegferð og upplifuninni af Y Combinator. Auk þess ræddu þær hvernig er að skipta um stefnu í miðri sprotavegferð, mikilvægi þess að forðast hlutdrægni við ráðningar og rússíbanann sem það er að koma sprotafyrirtæki á laggirnar.
Hægt er að fræðast um Avo á vefsíðu þeirra, www.avo.app

Monday Oct 26, 2020
Monday Oct 26, 2020
Í þættinum ræðir Alma Dóra við Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandic Startups. Hún sagði henni frá því hvernig þau styðja við fjölbreytta frumkvöðla á fjölbreytta vegu, og þá sérstaklega í gegnum að tengja og hraða sprotafyrirtækjum. Einnig ræddu þær viðskiptahraðlana sem þau bjóða upp á og frumkvöðlakeppnina Gulleggið.
Ölmu Dóru grunaði að sjálfsögðu ekki í sumar þegar viðtalið var tekið upp, að þegar það kæmi út væri hennar eigið teymi, HEIMA, ný búið að sigra Gulleggið 2020.
Hægt er að hafa samband við Icelandic Startups og nýta sér þjónustu þeirra á vefsíðunni www.icelandicstartups.is

Monday Oct 19, 2020
Monday Oct 19, 2020
Í þætti dagsins kemur hún Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, og ræðir við Ölmu Dóru. Margir kannast við Þorbjörgu úr pólitík og borgarstjórn en frumkvöðlastörf hafa átt hug hennar allan síðastliðin ár. Í þættinum ræðir Þorbjörg sína vegferð, uppbyggingu og fjármögnun Köru og áskoranir sem margir kvenfrumkvöðlar ættu að kannast við.
Hægt er að fræðast meira um Kara Connect á vefsíðu þeirra, https://www.karaconnect.com/

Tuesday Oct 13, 2020
Tuesday Oct 13, 2020
Huld Magnúsdóttir hefur átt í áralöngu sambandi við nýsköpun og starfar nú sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins. Hún kom í viðtal til Ölmu Dóru og ræddi sína vegferð, starf sjóðsins og hverju þau leitast eftir í fjárfestingartækifærum. Einnig spjölluðu þær um mikilvægi fjölbreytni, fyrirmynda og jafnvægisins þegar man sinnir krefjandi störfum.
Hægt er að fræðast um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins á www.nyskopun.is og lesa skýrslu Nordic Innovation um konur í nýsköpun sem Huld minnist á hér: https://www.nordicinnovation.org/2020/female-entrepreneurship-nordics-2020

Monday Oct 05, 2020
Monday Oct 05, 2020
Gleðilega nýsköpunarviku!
Edda og Melkorka eru stofnendur Nýsköpunarvikunnar sem haldin er í fyrsta skiptið haustið 2020. Þær mættu í stúdíóið til Ölmu Dóru og deildu með henni sögum úr sinni vegferð, hvernig Nýsköpunarvikan kom til, hvað sé á dagskránni og hvaða væntingar þær hafa til næstu ára. Einnig eru þær báðar vel sjóaðar úr nýsköpunarumhverfinu á Íslandi og deildu sínum bestu ráðum til frumkvöðla.
Ég mæli með að kíkja á www.nýsköpunarvikan.is fyrir streymi af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskránni. Einnig má nálgast frekari upplýsingar á FB síðu hátíðarinnar.

Sunday Oct 04, 2020
Sunday Oct 04, 2020
Í þættinum í dag ræðir Alma Dóra við Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, stjórnarformann Svanna lánasjóðs. Svanni lánar fyrirtækjum sem stofnuð og leidd eru af konum án þess að frumkvöðlarnir þurfi að gefa veð, til dæmis í fasteign eða öðrum eignum heimilisins. Tinna segir okkur frá sinni eigin frumkvöðlavegferð, starfsemi og framtíðaráherslum Svanna og deilir sínum helstu lyklum í frumkvöðlastörfum.
Hægt er að kynna sér starfsemi Svanna betur á www.atvinnumalkvenna.is

Monday Sep 28, 2020
Monday Sep 28, 2020
Ásdís Guðmundsdóttir er gestur Ölmu Dóru í þessum þætti, en hún er verkefnastýra Atvinnumála kvenna. Ásdís sagði frá styrkjunum sem þau veita, lýsti ferlinu og gaf ráð til þeirra sem hafa hug á að sækja um styrki. Ásdís hefur unnið með fjölda frumkvöðla í gegnum árin og hefur margar góðar sögur sem gaman er að.
Hægt er að lesa sér til um Atvinnumál kvenna á www.atvinnumalkvenna.is

Monday Sep 21, 2020
Monday Sep 21, 2020
Í þessum þætti spjallar Alma Dóra við Jenný Ruth Hrafnsdóttur, meðstofnanda Crowberry Capital. Crowberry er íslenskur vísissjóður sem fjárfestir í tæknidrifnum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru snemma á sínum lífsferli. Jenný sagði frá sínu starfi hjá Crowberry, vegferðinni sem leiddi hana þangað og sínum hugleiðingum um nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Frekari upplýsingar um Crowberry er hægt að finna á www.crowberrycapital.com

Thursday Sep 17, 2020
Thursday Sep 17, 2020
Viðmælandi Ölmu Dóru í þessum þætti er Gréta María, stjórnarformaður Matvælasjóðs sem er einn af nýjustu sjóðum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gréta ræddi sína vegferð og þá reynslu sem hún tekur með sér inn í starf sjóðsins og deildi sínum bestu ráðum til frumkvöðla og þeirra sem hyggjast sækja um í Matvælasjóð. Auk þess sagði hún frá upplagi sjóðsins og þeim markmiðum og aðgerðum sem stjórnin hefur sett af stað til að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna.
Hægt er að finna frekari upplýsingar um Matvælasjóð á www.matvaelasjodur.is
Umsóknarfrestur er 21. september 2020

Monday Sep 14, 2020
Monday Sep 14, 2020
Í byrjun sumars sat Alma fyrir Þórdísi Kolbrúnu, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til að gulltryggja sér viðtal við hana fyrir þinglok. Það reyndist þó vera algjör óþarfi þar sem hún var meira en til í að vera með. Í þættinum ræða þær hvernig Þórdís varð næstyngsti ráðherra Íslandssögunnar, áhrifafólkið í hennar vegferð og nýsköpunarlandið Ísland 2030.